
Notaleg kvöldstund á Hótel Berg & Fiskbarnum
Einn af okkar ástælustu tónlistarmönnum mun leika ljúfa tóna fyrir gesti Hótel Berg og Fiskbarsins laugardaginn 19. febrúar. Á Fiskbarnum leika sjávarréttir og grænmeti úr næsta umhverfi lykilhlutverk. Matseðillinn er síbreytilegur eftir árstíðum og byggir á því sem ferskast er og best hverju sinni.
Þriggja rétta kvöldverður, gisting, morgunverður og ljúfir tónar Stebba á 45.900 kr. fyrir tvo. - Með vínpörun 53.700 kr.
Gestir eru velkomnir á hótelið eftir kl. 15:00, tónleikarnir byrja kl. 21:30.
Við vekjum sérstaka athygli á heitu setlauginni á þakinu en tilvalið er að skella sér í hana fyrir eða eftir kvöldverðinn, nú eða morguninn eftir.