Gefðu þeim sem þér þykir vænt um gjafabréf að góðri afslöppun og upplifun á Hótel Berg.
Hótel Berg er 36 herbergja boutique hótel, staðsett við smábátahöfnina í Keflavík. Úti á efri hæð hótelsins er sérlega skemmtileg 40 gráðu heit útisetlaug. Auk þess er veitingastaður á hótelinu, Fiskbarinn, þar sem kjöt-, sjávar- og grænmetisréttir eru á matseðli. Framboðið er síbreytilegt eftir árstíðum og byggt á því sem ferskast er og best hverju sinni. Við matargerðina sækir meistarakokkur Fiskbarsins víða innblástur en útkoman er engu lík.
Innifalið í gjafabréfi er:
- Gisting í glæsilegri aðal Berg svítu
- Þriggja rétta kvöldverður á Fiskbarnum
- Morgunverðarhlaðborð
- Aðgangur að einstökum heitum potti
Gjafabréfið er hugsað fyrir tvo til að njóta og gildir frá og með október til og með maí í 24 mánuði frá útgáfu gjafabréfs.